Handverkskonan Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir, eða listakonan NaNa eins og hún kýs að nefna sig, hefur alla sína æfi verið í allskonar handavinnu. Hún saumaði og prjónaði öll föt á dúkkurnar sínar og síðan á alla fjölskylduna. Hún prjónaði fyrir Handprjónasambandið módelflíkur, tók þátt í prjónasamkepnum, saumaði fyrir Hagkaup, og svo núna síðast það sem hún er að vinna við núna að hanna og sauma allt mögulegt úr leðri, fiskroði og skinni. Þetta segir hún að sé það skemmtilegasta sem hún hefur gert.
Hún segir að þetta hafi átt að vera „Einhvað til að leika sér að í ellinni“, en það sést á lagernum hennar, að það hefur ekki farið á þann veg. Við sumarbústað NöNu við Meðalfellsvatn í Kjós er „Gallerý NaNa“ sem hún vinnur við að hanna og sauma vörurnar sínar. Þar er hægt að koma, skoða og kaupa. Einnig er tekið á mótu hópum, eða allt að 15 – 20 gestum í einu. Opnunartími er eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur NaNa í síma: 847-8980